Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
16.10.2010 | 15:25
Bankarnir áttu að fara í gjaldþrot
Bankarnir áttu að fara í þrot
Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is
Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri telur að við hrunið hefði átt að setja bankana í gjaldþrot og afhenda þá skiptaráðanda. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir subbulegt kennitöluflakk" og þóknunargjarnar skilanefndir.
Hrafn, sem tók þátt í mótmælunum á Austurvelli í kvöld, saknar þess að í röðum listamanna sé ekki að finna kröftugan, ungan hugsjónamann sem stigið geti fram við þær aðstæður sem nú hafi skapast.
Ástæðan fyrir því að ég er hér er sú er að mér sýnist framvindan vera slík að Alþingi - og þá á ég við alla Alþingismenn með ríkisstjórnina í forystu - telji það vera sitt helsta hlutverk að slá skjaldborg um bankana, bankakerfið og fjármagnseigendur en ekki heimilin í landinu. Í rauninni ræður Alþingi ekkert við bankana. Þeir fara sínu fram þótt það sé beint til þeirra hjáróma tilmælum.
Það sem hefði þurft að gerast í upphafi hrunsins var að fara með alla þessa banka í gjaldþrot, fá kröfurnar upp á borðið og byrja síðan upp á nýtt en ekki að fara í þennan kennitölufeluleik."
Hrafn telur að bankarnir hefðu átt að vera settir í gjaldþrot við hrun fjármálakerfisins. Spillingin sem viðgangist í bankakerfinu nú sé gríðarleg. mbl.is
Skiljanleg mótmæli
- Nú ertu búinn að fylgjast með þjóðfélaginu lengi. Hvað finnst þér um þessa atburði núna?
Mér finnst þeir mjög skiljanlegir og ég hugsa að það verði aldrei hægt að ná Alþingi þannig samansettu að þjóðin verði sátt við það nema að það verði einstaklingskjör, að þjóðin geti kosið um einstaklinga. Við sjáum að menn eru að kjósa einhverja flokka en vita svo ekkert hverja þeir eru að kjósa inn á þingið.
Við svona ástand held ég að það sé langbest að reyna að ná til einstaklinga, gera þá ábyrga. Það þarf auðvitað breytingar á kosningalöggjöfinni. Ég held að það sé það skref í stjórnkerfinu sem sé það skásta. Og ég er ekki frá því að það sé ekki of seint að fara með bankana í gjaldþrot.
Menn spáðu lengi falli Sambandsins. Eitt kaupfélag var látið fara á hausinn og það varð allt vitlaust út af því. Svo fór allt Sambandið á hausinn en það var aldrei sett í gjaldþrot og þess vegna hefur spillingarhalinn frá sambandinu náð allt til dagsins í dag. Ég var akkúrat sannfærður þegar bankabólan var að það færi eins fyrir bankakerfinu og sambandinu, að það myndi hrynja."
Hrafn saknar þess að ekki séu kröftugir hugsjónamenn í röðum yngri listamanna. Halldór Laxness sést hér á sínum yngri árum. mbl.is
Kröfurnar kæmu upp á yfirborðið
- Af hverju er betra að bankarnir fari í gjaldþrot?
Ég held að með gjaldþroti komi upp á borðið allar þær kröfur sem að eru til staðar. Með því að láta þá ekki fara á hausinn, heldur setja á þá nýjar kennitölur og skipa skilanefndir sem eiga síðan að leysa úr hinum svokallaða vanda, sé farið í þennan subbulega feluleik sem við erum að upplifa. Það er rótin að því að fólk upplifir mikla mismunun.
Þetta er kannski það sem okkur steðjar mest ógn af í þjóðfélaginu í dag. Það eru þessar svokallaðar skilanefndir og þetta svokallaða leyfi sem bankarnir hafa til að semja við ýmsa aðila. Mistökin voru, að mínu mati í upphafi þegar bankahrunið varð, að fara ekki í gjaldþrot með bankana. Því að við það að fara í gjaldþrot koma kröfurnar upp á yfirborðið. Það sem gerðist þegar Sambandið fór á hausinn var að það var aldrei lýst gjaldþrota. Þess vegna hafa endalaust verið að koma upp spillingarmál tengd því í gegnum tíðina."
En hvað með listamennina?
- Telurðu að listamenn muni taka virkari þátt í þjóðfélagsumræðunni fram undan heldur en að þeir gerðu á hinum svokallaða góðæristíma?
Ég sé ekki í röðum ungra listamanna í augnablikinu neina sem að gætu tekið einhvern fána í þjóðfélagsbaráttu."
- Hvað skortir listamennina sem þú hefur í huga?
Ég treysti mér ekki til að svara því. Auðvitað væri óskandi að úr röðum listamanna kæmi kröftugur hugsjónamaður. Það væri mjög óskandi."
- Ef við snúum okkur aftur að stjórnmálunum. Hvað með flokkakerfið sem slíkt? Viltu persónukjör innan flokka eða viltu afnema flokkakerfið?
Ég held að það skipti ekki öllu máli hvort það er innan eða utan flokkakerfis vegna þess að ef það yrði persónukjör kæmi einfaldlega fram það mikið af einstaklingum sem myndu ekki hengja sig á klafa flokkanna."
Mun vara lengur en búsáhaldabyltingin
Hrafn kveðst aðspurður eiga von á langvinnri hrinu mótmæla.
Ég býst við því að þessu sé víðs fjarri lokið."
- Þannig að mótmælin vari jafnvel lengur en búsáhaldabyltingin?
Ég hugsa að þetta geri orðið miklu meira langvarandi ástand. Það ristir miklu dýpra. Þegar búsáhaldabyltingin var í gangi var svo augljóst að reiðin beindist að ákveðnum aðilum í stjórnmálunum, ákveðnum flokkum. Nú held ég að reiðin beinist öðru fremur að stjórnkerfinu, bankakerfinu og öllu batteríinu.
Ég held að þessi mótmæli risti miklu dýpra og lýsi miklu meiri vonbrigðum og vonleysi. Ég held að fyrri mótmæli hafi einkennst af reiði en að mótmælin núna einkennist af heiftarlegum vonbrigðum. Þar held ég að munurinn liggi."
Miskunnarleysið kemur á óvart
- Hefur miskunnarleysið í þjóðfélaginu komið þér á óvart?
Já. Það hefur komið mér á óvart að sjá hvað bankarnir og fjármagnsgeirinn hafa gengið fram af mikilli hörku gegn minnimáttar á meðan í skjóli skilanefnda er verið að gefa fólki jafnvel milljarða. Alþingi er algjörlega máttlaust gagnvart bönkunum.
Það er þessi gremja og þessi vonbrigði sem að maður finnst speglast í mótmælum og heyrir í fólki. Áður var það þessi pólitíska reiði. Nú ristir þetta mikið dýpra."
Önnur staða en á Sturlungaöld
- Þú hefur fjallað um Íslandssöguna í myndum þínum. Telurðu að þetta sé mesta ólga í íslensku þjóðfélagi frá Sturlungaöld?
Staðan var öðruvísi á Sturlungaöld. Þá voru menn að berjast um yfirráð og völd í bókstaflegum skilningi því það var alveg klárt mál hvar goðorðin voru. Nú er þetta meira blindingsleikur. Þetta er Skugga-Baldur því að þessar svokallaðar skilanefndir og svokallað kennitöluflakk, sem er stundað núna og hefur verið stundað í kerfinu, verður til þess að þeir sem að minnst mega sín munu fara verst út úr þessu.
Ástandið er miklu verra í dag en þegar spillingin var verst í bankabólunni. Eins og gerist oftast í styrjöldum eru það saklaus börn og konur sem að falla," segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri.
Bankarnir áttu að fara í þrot
Bloggað um fréttina
- Þorsteinn H. Gunnarsson - Listamaður í Laugarnesi
- Ybbar gogg - Þvæla um þrot
- Magnús Óskar Ingvarsson - Hrafn er skarpur sálgreinir þjóðfélagsins
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir - Besti vinur aðal
- Guðrún María Óskarsdóttir. - Rétt hjá þér Hrafn, það hefði kostað minna.
- Stefán Júlíusson - Óðal feðranna
- Vilborg Eggertsdóttir - ~ sungið fyrir breytingar ~
- Jón Baldur L'Orange - ,,Bros getur dimmu í dagsljós breytt"
- Kristbjörn Árnason - Falleg sending frá Reykjanesbæ sem var ekkert slor...
- Þórbergur Torfason - Hefur aldrei verið spurning.
- Sveinbjörn Ragnar Árnason - Hrafn hittir naglann á höfuðið.
- Valdimar Sigurjónsson - Skondin tilviljun!
- Þið eruð ekki þjóðin - the world is so crazy it thinks its sane
- Ómar Ragnarsson - Þeir sem bruðla mest komast oftast best af.
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir - Hrafninn var og er leiðarvísir!
- Jón Aðalsteinn Jónsson - Auðvitað áttu þeir að fara í þrot
- Gísli Foster Hjartarson - Sko Hrafn
Um bloggið
Hrafn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar