Færsluflokkur: Menning og listir

Þætti vænt um ef þæu hefðir tíma til þess að kíkja á þetta brot úr viðtali Kolbrúnar Bergþórsdóttur frá 23. maí í morgunblaðinu

„Ég held að Þorleifur Gunnarsson, borgarfulltrúi Vinstri-grænna, sem beitti sér mest í þessu máli, hafi viljað skora pólitískar keilur. Hann hefur hugsað: „Í slúðri manna á milli er Hrafn tengdur við Sjálfstæðisflokkinn. Nú get ég komið Sjálfstæðisflokknum í vanda með því að segja að Hrafn njóti forréttinda.“ Honum virðist hafa tekist að vekja mikla hræðslu hjá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Ég held að aðgerðirnar hér á Laugarnesinu séu dæmigerð framkvæmd hræðslunnar. Þetta er ekki framkvæmd sem var yfirveguð og hugsuð heldur einkenndist hún af mikilli taugaveiklun og æðibunugangi. Auðvitað gat ég alltaf átt von á því að eitthvað yrði að víkja. En þá hafði ég vonast til að það gerðist í samráði við stjórn borgarinnar því ég hef alltaf átt frábært samstarf við embættismenn borgarinnar.
En nú voru það pólitíkusar sem fóru á taugum. Ég er með bréf frá framkvæmdasviði borgarinnar þar sem lýst var yfir vilja til þess að ná samkomulagi um málið og sagt að til stæði að leggja tillögur fyrir borgarstjóra. Ég reyndi mánuðum saman að ná tali af borgarstjóra en ég náði aldrei sambandi. Hún var ósnertanleg.
Það var gott að búa á Laugarnestanga þegar Ingibjörg Sólrún var borgarstjóri, hún virtist hafa húmor fyrir þessu brölti mínu. Á sínum tíma sýndi hún vissan áhuga á því að borgin fengi forkaupsrétt að húsinu og lóðinni, sem yrði þá eign borgarinnar eftir minn dag. Sjálfum þætti mér frábært ef hér yrði einhvern tíma í framtíðinni starfræktur leikskóli og svæðið helgað börnum.

Á liðnum árum hef ég rætt við marga borgarstjóra og þeir hafa allir sýnt þessum framkvæmdum mínum þolinmóðan skilning, en mér hefur einnig verið sagt af þeim og embættismönnum að nágrannakona mín á Listasafni Sigurjóns væri heiftarlega afbrýðisöm og yfir sig hneyksluð á þessu öllu saman og væri stöðugt að skrifa ráðum og nefndum kærubréf og gera athugasemdir við það sem ég er að gera. Ég hef alltaf tekið því eins og hverjum öðrum nágrannakryt sem hlyti að jafna sig og hefði helst kosið að vinna með henni að því að svæðið hér á milli okkar yrði opinn höggmyndagarður og leiksvæði fyrir börn. Þórðargleði er ekki til í mínum beinum.“


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Um bloggið

Hrafn Gunnlaugsson

Höfundur

Hrafn Gunnlaugsson
Hrafn Gunnlaugsson
Kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband