9.11.2010 | 20:32
Mínar tillögur um NÝJA STJÓRNARSKRÁ
Á RAFRÆNU FYLGISKJALI TIL KYNNINGAR FRAMBJÓÐANDA TIL STJÓRNLAGAÞINGS
Var spurt:
Hvers vegna býð ég mig fram til stjórnlagaþings?
Svar mitt var eftirfarandi:
- Til að tryggja rétt hins almenna borgara gegn ofríki stjórnvalda.
- Til að tryggja að opinberar stofnanir eins og Skattstofan, verði aldrei ríki
í ríkinu.- Að auðlindir sem kunna að finnast á landgrunninu, t.d. olía í jörðu, verði
eign allra landsmanna og aldrei gefnar fáum í "kvótakerfi".- Að þeir erlendir ríkisborgarar sem sækja um ríkisborgararétt á Íslandi
verði upplýstir um mannréttindi stjórnarskrárinnar og að þeim verði skylt að
vinna eiðstaf að stjórnarskránni til að öðlast íslenskan ríkisborgararétt.- Til að tryggja rétt hins almenna borgara gegn ofríki stjórnvalda.
- Ekki má limlesta eða örkumla fólk í nafni trúarbragða, eða þvinga það til að
hylja andlit sitt á almannafæri. Trúartákn og trúarlegan klæðnað skal ekki
leyfa í skólum.
Þar sem sá texti er skrifa mátti á fylgiskjalið var takmarkaður við hámark 700 slög að meðtöldum bilum, gat ég ekki komið eftirfarandi atriðum að sem ég tel mikilvæg:
- Að löggjafarvald og framkvæmdavald verði aðskilið. Löggjafavaldið verði hjáAlþingi en framkvæmdavaldið hjá forseta sem sé þjókjörinn af meirihluta þjóðarinnar.
- Forsetinn hafi álíka völd og forsetar Frakklands og Bandaríkjanna. Kjör hans takmarkist við tvö kjörtímabil.
- Að öll ný lög skulu hafa "sunset down " ákvæði. þ.e.a; ný lög gildi aðeins til ákveðins árafjölda, og skuli þá endurskoðuð, en falla úr gildi að öðrum kosti.
- Að 1. desember verði þjóðar-atkvæðagreiðslu-dagur, ár hvert, og á þeim degi skuli þjóðin kjósa um þau deilumál sem komið hafa upp á árinu og varða heildarhagsmuni almennings, og jafnframt um lög er varða grunnreglur réttarríkisins.
- Þann dag skal jafnframt kjósa hæstaréttardómara, þegar sæti losnar í Hæstarétti, svo og yfirmenn helstu stofnana.
- Að landsmenn séu allir í einum og sama lífeyrissjóðnum, og hann megi ekki fjárfesta sem vogunarsjóður.
- Jafnframt geti einstaklingar, valið um, að greiða sinn eigin lífeyri inn á bundinn bankareikning sem komi fram á skattframtali.
- Að skólaganga á skyldunámsstigi sé ókeypis, og mönnum tryggður jafn réttur til framhaldsnáms með námslánum.
- Að í einangruðum tilfellum, fyrir vísvitandi glæpi gegn börnum, sem leiða til dauða eða andlegrar eða líkamlegrar örkumlunar megi beita ævilangri refsingu sem þýði að viðkomandi afbrotamaður verði ekki látinn laus á meðan hann lifir.
- Að allir dómar fyrir níðingsverk gegn börnum verði hertir til hámarksrefsingar.
- Stjórnarskráin í heild stuðli að því að breyta EFTIRLITSÞJÓÐFÉLAGINU í upplýsingaþjóðfélag.
- Að stjórnarskráin sé felld inn í kennsluefni á skyldunámsstigi..
Að lokum:
Ýmsir hafa spurt mig um þetta ákvæði :
"Að þeir erlendir ríkisborgarar sem sækja um ríkisborgaratrétt á Íslandi verði upplýstir um mannréttindi stjórnarskrárinnar og að þeim verði skylt að vinna eiðstaf að stjórnarskránni til að öðlast íslenskan ríkisborgararétt."
Hugsun þessarar greinar, er að gera útlendingum auðveldara að gerast íslenskir ríkisborgarar, þannig að þeir liggi ekki sífellt undir grun um að ætla sér að vanvirða siði sinna nýju heimkynna og fara á svig við réttarríkið.
Að lokum þetta; ég hef forðast almennt tal um frelsi, réttlæti, bræðralag ... en í þess stað lagt fram mótaðar hugmyndir um ákveðin mál. En að sjálfsögðu gæti ég skrifað miklu meira um ýmis atriði sem hér er ekki vikið að.
Til fróðleiks um afstöðu mína til bankahrunsins:
Bankarnir áttu að fara í þrot |
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Hér fylgir blaðaviðtal við skáldkonuna Ayaan Hirsi Ali sem er vert að íhuga þegar við setjum okkur stjórnarskrá og til að ná áttum í margbrotnum heimi þegar við tölum um ólíka menningarheima:
Afstæðishyggja ógnar vestrænni menningu
Ayaan Hirsi Ali, sem ólst upp í strangtrúaðri austur-afrískri múslimafjölskyldu en
öðlaðist síðar frægð fyrir baráttu gegn kúgun múslimakvenna, segir skilningsleysi
gagnvart ógnum sem vestræn menning standi frammi fyrir ógna henni innan frá.
Stærsta ógnin viðvestræna menningu er vestræn menning sjálf." Þetta sagði Ayaan Hirsi Ali, sem er sómölsk að uppruna en varð heimskunn er hún var orðin þingmaður í Hollandi og helgaði sig baráttu gegn kúgun múslimakvenna, á hádegisspjallfundi á vegum alþjóð legu bókmennta hátíðar innar í Reykjavík
í gær.Hún er gestur hátíðarinnar í tilefni af því að sjálfsævisaga hennar er nýútkomin á íslensku undir titlinum Frjáls. Með þessum orðum - að vestræn menning sé mesta ógnin
við sjálfa sig - átti Ali við að sú menningarlega afstæðishyggja, sem mjög hefði grafið um sig á Vesturlöndum, kynni ekki góðri lukku að stýra. Sú trú, að öll menning sé
jafngild, er á villigötum," segir Ali. Hún segist trúa því að allir einstaklingar séu jafngildir, en ekki öll menning. Að sínu mati sé sú menning sem þróast hafi á Vestur löndum einfaldlega betri en sú siðmenning sem í boði sé annars staðar meðal mannkynsins. Hún sé ekki fullkomin frekar en aðrar afurðir mannanna, en hún
standi öðrum framar, meðal annars vegna þess að einn grundvallar þátta hennar sé að ala upp fullveðja, frjálsa einstaklinga, hvort sem þeir séu karlar eða konur.Það þýðir ekki að ég horfi framhjá voðaverkum sem unnin hafa verið í fortíð eða nútíð af Vesturlandabúum eða í nafni frelsis og lýðræðis, en þegar ég ber saman vestræna menningu við annars staðar, þá íslömsku, kínversku, rússnesku, þá er sú
vestræna þegar allt kemur til alls sú besta." Menning sem leyfir að börn séu limlest er ekki jöfn menningu þar sem kvenleikinn og fæðing stúlkubarns er hyllt. Menning sem beitir nýjustu tækni til að kyngreina fóstur í því skyni að gera kleift að eyða fóstrum stúlkubarna er ekki jöfn menningu sem gefur stúlkum öll hugsanleg tækifæri; menning sem innrætir börnum sínum gildi heilags stríðs" er ekki jöfn menningu sem leitast við að ala börn sín upp í nýsköpun, þekkingar leit og skilningi á heiminum," segir hún. Ali segir sofandahátt og skilnings leysi gagnvart þeim ógnum sem vestræn menning standi frammi fyrir hafa auðveldað hnignun hennar innan frá.Ein þessara ógna sé tvímælalaust herská útlegging íslams. Hún sé öflug hnattræn hreyfing, sem hvorki beri að of- né vanmeta. Hættulegast sé að umbera það að slík kúgunarhugmyndafræði fái þrifist á Vesturlöndum í skjóli fjölmenningar".
audunn@frettabladid.is
---------------------------------------------------------------------------------------------------
Hér er svo frétt úr Mogganum sem við vert að velta fyrir sér:
Norðlægustu mosku heims hafnað
Áætlanir um að byggja mosku í Tromsø í Noregi, sem yrði norðlægasta moska heims, eru nú á ís eftir að norska ríkisstjórnin neitaði að taka við styrkjum frá arabískum auðmanni. Vísa Norðmenn í þá staðreynt að trúfrelsi sé ábótavant í Sádi-Arabíu.
Það væri þversagnakennt og óeðlilegt að samþykkja fjármögnun sem komin væri frá landi þar sem trúfrelsi er ekki til staðar," segir talsmaður utanríkisráðuneytisins, Ragnhild Imerslund. Auðmaðurinn Hamad al-Gamas frá Sádi-Arabíu hafði heitið því að leggja 20 milljónir norskra króna til bygginar mosku í Tromsø. Setti hann fram það skilyrði að norsk yfirvöld gæfu skriflegt samþykki sitt við framkvæmdinni.
Að sögn NRK gjalda yfirvöld varhug við framkvæmdinni meðal annars vegna þess að í Sádi-Arabíu sé iðki menn trú sína samkvæmt íhaldssömustu reglum Íslam. Margir Norðmenn óttist að með því að heimila moskuna skuldbindi þeir sig til að heimila um leið innleiðingu íhaldssömustu útgáfu Íslam.
Fyrr á þessu ári höfnuðu Norðmenn byggingu mosku í Ósló af sömu ástæðu.
Með bestu kveðju,
Hrafn Gunnlaugsson
Kvikmyndaleikstjóri og frambjóðandi númer: 9937
Nánar:
http://www.kosning.is/stjornlagathing/frambjodendur/nr/9937
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.11.2010 kl. 14:18 | Facebook
Um bloggið
Hrafn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar