23.9.2014 | 14:19
Stytting stúdentsaldurs
Til hvers að fækka hinum fáu áhyggjulitlu æskuárum? - verðum við ekki þrælar atvinnulífsins og bankanna nógu snemma samt? - fólk er ekki framleiðslueiningar - ég myndi þvert á móti vilja hækka stúdentsaldurinn um eitt ár og leyfa fólki að vera ungt lengur, draga úr atvinnuleysi - lífið er stöðugt að lengjast í vitlausan enda.
Ég hafði vit á því að falla í 3 bekk MR og lengdi menntaskóladvölina um eitt ár, - fékk mikið út úr Herranótt og félagslífinu og sumarvinnunni sem var bónus ofan á allt - ári fyrr stúdent hefði ég ekki vitað neitt hvað ég í raun vildi. Til hvers að gera fólk ári fyrr ellilífeyrisþega? Þessi rembingur við að stytta hin glöðu stúdentsár er partur af útrásarkapítalismanum sem reiknar allt til peninga og hefur gleymt því sem heitir lífsnautnin frjóa.
Illugi: Skýrsluna ber að taka alvarlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hrafn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.