AŠFÖRIN AŠ ĘSKUĮRUNUM.

Ég man žį tķš aš nįmsįrangur į lestrarprófum var męldur meš skeišklukku. Žvķ hrašar og žvķ meira magni sem nemandinn gat bunaš śt śr sér af lesmįli, žvķ hęrri einkunnir. Gilti žį einu hvort nemandinn lęsi žannig aš įheyrilegt
vęri eša skilja mętti hvaš var lesiš. Hrašinn skipti öllu mįli. Ég hélt satt best aš segja aš tķmi skeišklukkunnar ķ menntun žjóšarinnar vęri lišinn. En nś viršist engu lķkara en hefja eigi skeišklukkuna til fyrri viršingar, ef marka mį bošskap nśverandi menntamįlarįšherra um "aš stytta stśdentsaldurinn".

Og til hvers aš stytta hann? Svo fólk verši įrinu fyrr ellilķfeyrisžegar?
Eru ekki lęknavķsindin sķfellt aš lengja lķfiš ķ žann endann, viš veršum
eldri, lifum lengur og mešalaldur žjóšarinnar fer stórlega hękkandi. Sį tķmi
sem fólk eyšir sem ellilķfeyrisžegar hefur lengst og mun lengjast. Af hverju į žį aš fękka ęskuįrunum og stytta stśdentsaldurinn? Vęri ekki nęr aš lengja hann, og sjį til žess aš menn vęru almennt betur menntašir žegar žeir hęfu sérnįm ķ Hįskóla?

Hafi ég lęrt eitthvaš ķ ęsku var žaš mest meš žįtttöku ķ félagslķfi
skólans, af vinunum og ķ sumarvinnunni. Og žeir félagar mķnir ķ skóla sem hvaš mest hefur kvešiš af sķšar ķ lķfinu, höfšu flestir vit į žvķ aš lengja eiginn stśdentsaldur um eitt eša jafnvel tvö įr; gįfu sér tķma ķ Herranótt, mįlfundarfélög, skólablašaśtgįfu, vķsinda og listiškun, en létu nįmsefniš ķ skólabókunum męta hęfilegum afgangi. Žaš var kallaš aš falla, - og
reyndist mörgum mikil fararheill.

Ķ öllum stjórnmįlaflokkum er til framagjarnt fólk sem eru svo afspyrnu
duglegt viš aš lesa skżrslur frį nefndum og rįšgjöfum aš horfir til
vandręša. Helsti veikleiki žessara stjórnmįlamanna er aš žeir
telja sér til tekna aš ganga ķ augu embęttismanna og framkvęma sem mest af žvķ sem embęttismennirnir vilja. Slķkir stjórmįlamenn eru žvķ mišur lķtiš meir en blašafulltrśar sinna eigin rįšuneytisstarfsmanna, og žvķ mišur er engu lķkara en žetta eigi sérstaklega viš um nśverandi menntamįlarįšherra. Hęgt vęri aš benda į mörg dęmi um hvernig slķkir stjórnmįlamenn hafa unniš meiri og langvarandi skaša į ķslensku žjóšfélagi en žeir sem hafa haft vit į žvķ aš vera passlega trśgjarnir og gleišir žegar kemur aš skżrslunum og hrķfast hęfilega mikiš af "jį rįšherra".

Og hvaša fagnašarerindi boša svo žessar skżrslur nefndarmanna? Jś, oftast er vitnaš til einhvers ķ śtlöndum. Dregnar fram tölur um aš mišaš
viš hinar og žessar žjóšir sé żmislegt skelfilega öšruvķsi į Ķslandi. En
megum viš ķ rauninni ekki žakka fyrir žaš. Žó ekki vęri nema žaš eitt aš enn
er ekki til hér heržjónusta og ķslenskt KGB.

Žaš hafa veriš forréttindi aš vera Ķslendingur og vera laus viš margt af žvķ sem žykir sjįlfsagt mešal stóržjóša. En nś er svo komiš
aš ofurhugar stjórnmįlanna hamast viš aš eyša žessum forréttindum og žaš ķ
nafni frammfara og hagręšingar, - sem eru ein mest misnotušu orš tungunnar af skżrslugeršarmönnum.

Ég ętla ekki aš draga ķ efa aš meš žvķ aš lękka stśdentsaldurinn aukist
framleišni į stśdentum? Og eins megi sanna meš tölum aš fęrri įr žżši
hagręšingu ķ skólakerfinu? En er žaš žetta sem viš viljum? Halda menn aš žaš fólk sem veršur einu įri fyrr stśdentar muni eiga aušveldara meš aš höndla lķfshamingjuna og setja sér framtķšarmarkmiš? Og hvaš rekur kvennfélag sjįlfstęšiskvenna til aš senda frį sér stušningsyfirlżsingu viš blašafulltrśa skżrslugeršarmannanna og fagna “nżjum valkosti”? Hver taldi žessu félagi trś um aš meš tillögunum um lękkun stśtentsaldurs vęri veriš aš bjóša upp į nżjan valkost?
Stašreyndin er sś aš sį valkostur "aš fara įri į undan um einn bekk", hefur alltaf veriš til stašar, lęgi metnašarfullum foreldum mikiš į. Ég žekki nokkur dęmi žess af eigin raun. Og eitt er vķst, sį ęšibunugangur hefur fęrt žvķ fólki litla višbót viš lķfshamingjuna, nema sķšur sé.
Sį valkostur aš stytta stśdentsaldurinn hefur alltaf veriš
til stašar, - og lķka veriš hęgt aš lengja stśdentsaldurinn, og man ég ekki
betur en fyrrverandi forsętisrįšherra og nśverandi utanrķkisrįšherra hafi lengt sinn stśdentsaldur um tvö įr įn žess aš verša af lķfshamingjunni.

Eitt er vķst aš uppspenntur nįmsįrangur og kśrismi yfir skólabókum skilar
sér ekki ķ réttu hlutfalli hvaš varšar įrangur ķ lķfinu, og stundum
žvert į móti. Ég minnist žess ekki aš ķ lķfshlaupinu hafi ég heyrt til
frekari afreka žeirra einstaklinga sem dśxušu sem mest er ég var ķ skóla og
voru eftirlęti kennara.

Hvašan er sś pólitķska sżn runnin aš lķta į nemendur sem
framleišslueiningar sem verši aš troša eins hratt og frekast er kostur ķ gegnum skóla og śt į atvinnumarkašinn?
Og hvernig mį žaš gerast aš vel uppalin
menntamįlarįšherra veršur smišvél žessarar ašfarar aš ęskuįrunum og hefur skeišklukkuna aftur til viršingar. Er ekki kominn tķmi til aš snśa viš og fjölga ęskuįrunum meš žvķ aš hękka stśdentsaldurinn og lengja žann
yndislega tķma? Gefa ęskunni kost į breišri menntun į sviši žjóšfélagsmįla, lista og vķsinda, žannig aš ķslenskir stśdentar hefji hįskólanįm vel undir žaš
bśnir aš velja sér ęvistarf og hafi stašgóša žekkingu į žeim heimi sem žeir
lifa ķ.

Hvers vegna eru viš ķ kapphlaupi viš einhverja ķmyndaša samkeppni viš ašrar žjóšir? Samkeppni sem skżrslugeršarmenn hafa sošiš fręšilega saman, og kallar į magn en ekki gęši, kallar į allt žaš sem velmegandi smįžjóš ętti alls ekki aš taka sér til fyrirmyndar?

Hvar er aš finna žaš pólitķska afl sem mun frelsa okkur af skżrslu?

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sęll; Hrafn og velkominn ķ spjallheima !

Žaš er einmitt žetta, sem mašur saknar; hvaš mest frį sķšari hluta nżlišinnar aldar. Ķslendingar virtust komast įgętlega af; žrįtt fyrir skżrsluleysiš og, aš fręšinga stóšiš var ekki ofan ķ hvers manns koppi, hvaš mest viršist bera uppi žjóšfélagsumręšuna; ķ dag. 

Nśverandi menntamįlarįšherra er einmitt kyndilberi žessarra garfara, sem vilja drķfa ęskuįrin af, sem skjótast.

Skķnandi góš grein, af žinni įgętu sżn; sem žś hefir, į samtķma okkar.  

Meš beztu kvešjum, śr Įrnesžingi / Óskar Helgi Helgason, frį Gamla Hrauni og Hvķtįrvöllum (sérvitur unnandi kvikmynda žinna; aš fornu og nżju)

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skrįš) 26.9.2007 kl. 21:36

2 Smįmynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Takk fyrir greinina Hrafn, og ég er žér hjartanlega sammįla.

Brynjar Hólm Bjarnason, 27.9.2007 kl. 18:50

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Hrafn Gunnlaugsson

Höfundur

Hrafn Gunnlaugsson
Hrafn Gunnlaugsson
Kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur
Maķ 2024
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (25.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband